Pistlar

Fréttir

Allskonar að gerast 


by Þóra Rue de net 30 December 2024
 Vegna þróunar á verðlagi og annarra ytri þátta verða verðskrárbreytingar á nokkrum Rue de Net vörum. Ekki eru breytingar á öllum vörum, en þau einingaverð sem breytast hækka um 500-1.000 kr. Verðbreytingin, sem tekur gildi frá og með 1. janúar 2025, er nauðsynlegur liður í áframhaldandi vöruþróun sem mun skila sér í betri vörum. Þetta er í fyrsta skipti sem verðbreyting er gerð á vörum Rue de Net.
by Þóra Rue de net 30 December 2024
Áramótavinnsla
by Þóra Rue de net 19 November 2024
Viltu fækka músarklikkum?
by Andri Þór Jónsson 18 September 2024
Við hjá Rue de Net létum okkur ekki vanta á BC TechDays 2024, eina stærstu ráðstefnuna fyrir Microsoft Dynamics 365 Business Central. Þau Birta Hlíðkvist, Gunnar Marteinsson og Tómas Kristinn, sóttu ráðstefnuna og kynntust þar nýjungum í Business Central, þar á meðal Copilot spjallmenninu sem er það áhugaverðasta í þróun Business Central um þessar mundir. BC TechDays bauð upp á fjölbreytta dagskrá með fyrirlestrum, pallborðsumræðum og dæmatímum þar sem mörg brýn efni voru rædd. Má þar nefna þróun gervigreindar, gagnagnótt (e.big data), tölvuský (e.cloud computing) og stafræna umbreytingu. Auk þess gaf ráðstefnan gott svigrúm fyrir þátttakendur til að byggja upp tengsl við aðra sérfræðinga í alþjóðlega Business Central samfélaginu. Hér er hægt að sjá stutt kynningarmyndband um BC TechDays þar sem Birta Hlíðkvist, BC forritari Rue de Net, var tekin í stutt viðtal. (viðtalið hennar byrjar á 1:14) Við hjá Rue de Net erum spennt fyrir því að nýta þessa þekkingu til að efla þjónustu okkar enn frekar til viðskiptavina.
by Andri Þór Jónsson 29 May 2024
Kæru viðskiptavinir. Ánægja viðskiptavina og góða þjónusta skiptir Rue de Net miklu máli. Til að vita betur hvað það er sem við gerum vel og hvað má gera betur fara í þjónustu Rue de Net höfum við sent viðskiptavinum okkar þjónustukönnun sem framkvæmd var af Prósent. Álit viðskiptavina Rue de Net skiptir okkur miklu máli og vonum við að flestir viðskiptavina Rue de Net gefir sér nokkrar mínútur til að gefa okkur endurgjöf. Í könnunni er m.a. spurt um viðhorf þeirra til þjónustu Rue de Net. Bestu þakkir fyrir þátttökuna, Starfsfólk Rue de Net
by Andri Þór Jónsson 29 May 2024
Rue de Net er LS Central Diamond Partner 2024
22 November 2023
Nox Medical hefur í samstarfi við Rue de Net innleitt Business Central SaaS fyrir starfsemi fyrirtækisins í Bandaríkjunum. Nox Medical hóf starfsemi sína á Íslandi fyrir 17 árum og sérhæfir sig í lausnum og tækni til að bæta svefn. Starfsstöðvar fyrirtækisins eru víða um heim. Til viðbótar við uppfærsluna í BC SaaS fólst hluti verkefnisins í að setja upp tengingar við viðskiptatengslalausn Business Central. Sá þáttur var unninn með hugbúnaðarhúsinu Arango
20 November 2023
RAX vöruhús ehf hefur í samstarfi við Rue de Net tekið upp vöruhúsahluta flutningakerfislausnar frá hollenska fyrirtækinu Boltrics. Rax sinnir einnig vöruflutningum. Þetta er annað vöruhúsakerfi Boltrics sem Rue de Net setur upp. Boltrics flutningskerfið samanstendur af þremur hlutum. Í fyrsta lagi er vöruhúsahlutinn WMS fyrir fyrirtæki sem eru með vöruhús fyrir þriðju aðila. Annar hluti lausnarinnar – FFS er lausn fyrir fyrirtæki í sjó og flugfrakt. Þriðji hluti kerfisins er TMS – aksturskerfi fyrir flutningafyrirtæki með landflutninga fyrir þriðju aðila. Boltrics flutningakerfislausnirnar eru notaðar um allan heim og er Rue de Net endursöluaðili kerfisins á Íslandi.
Vaxa Farm - Rue de net
6 March 2023
Vaxa Farm ( www.vaxafarm.is ) í samvinnu við Rue de Net hefur innleitt skýjalausn Business Central SaaS. Einnig voru settar upp sérlausnir Rue de Net, m.a. bankakerfi, samþykktarkerfi og rafræna reikninga. Vaxa er hátæknifyrirtæki sem stundar lóðrétta ræktun á salati og kryddjurtum. Vaxa nýtir sér m.a. samsetningarhluta BC SaaS. Með honum greinir fyrirtækið alla kostnaðarþætti og þróun hans á vaxtartíma afurðanna. Rue de Net þjónustar lausnir sænska fyrirtækisins Continia og í þessu verkefni voru lausnir Continia samþættar við BC SaaS. Annars vegar expence management – umsjónarkerfi fyrir útlagðan kostnað og hins vegar Document Capture sem skannar inn pdf skjöl og umbreytir í staðlað rafrænt skjal sem hægt er að fleyta áfram inn í bókhaldsferlið.
Zara - Rue de net
6 March 2023
Verslunarkeðjan Zara ( www.zara.com/is ) hefur í samvinnu við Rue de Net uppfært sín fjárhags- og upplýsingakerfi í skýjalausn Business Central SaaS og LS Central SaaS. Fyrirtækið nýtir einnig ýmis sérkerfi Rue de Net, s.s. tollakerfi, samþykktarkerfi og samþykktarvef ásamt bankakerfi Rue de Net. Verslanir Zöru á Íslandi eru hluti af fyrirtækinu Högum og móðurfélagið er sænska samsteypan Inditex. Stærsti hluti verkefnisins var að samþætta gagnastreymi milli íslenska rekstraraðilans og móðurfélagsins. Samþættingin flytur söluupplýsingar, birgðaupplýsingar, tollagögn og vöruupplýsingar sjálfvirkt milli kerfa Inditex á Spáni og LS Central á Íslandi. Það gerir kleift að halda íslenskt bókhald, afgreiða íslenskar pantanir úr vefverslun zara.com og sjálfvirknivæða stærsta hlutann af bakvinnslu verslunarinnar.
fleiri færslur
Share by: