by Andri Þór Jónsson
•
18 September 2024
Við hjá Rue de Net létum okkur ekki vanta á BC TechDays 2024, eina stærstu ráðstefnuna fyrir Microsoft Dynamics 365 Business Central. Þau Birta Hlíðkvist, Gunnar Marteinsson og Tómas Kristinn, sóttu ráðstefnuna og kynntust þar nýjungum í Business Central, þar á meðal Copilot spjallmenninu sem er það áhugaverðasta í þróun Business Central um þessar mundir. BC TechDays bauð upp á fjölbreytta dagskrá með fyrirlestrum, pallborðsumræðum og dæmatímum þar sem mörg brýn efni voru rædd. Má þar nefna þróun gervigreindar, gagnagnótt (e.big data), tölvuský (e.cloud computing) og stafræna umbreytingu. Auk þess gaf ráðstefnan gott svigrúm fyrir þátttakendur til að byggja upp tengsl við aðra sérfræðinga í alþjóðlega Business Central samfélaginu. Hér er hægt að sjá stutt kynningarmyndband um BC TechDays þar sem Birta Hlíðkvist, BC forritari Rue de Net, var tekin í stutt viðtal. (viðtalið hennar byrjar á 1:14) Við hjá Rue de Net erum spennt fyrir því að nýta þessa þekkingu til að efla þjónustu okkar enn frekar til viðskiptavina.