Flutningakerfi
Flutningakerfi
BOLTRICS - Fullkomið
Boltrics og Rue de Net hafa þróað heildstætt flutningakerfi fyrir íslenskan markað. Kerfið er byggt á Business Central og inniheldur allt sem íslensk flutningafyrirtæki þurfa á að halda. Einn helsti kostur kerfisins er að þú getur sett saman lausn sem hentar þínu fyrirtæki, dæmi má nefna flutningakerfi (FMS), vöruhúsakerfi (WMS) og aksturskerfi (TMS). Einnig er hægt að bæta við sérkerfum Rue de Net eins og Bankakerfi, Samþykktakerfi og Rafrænum reikningum.
Flutningakerfi Boltrics gerir þér kleift að halda í við þá hröðu þróun sem á sér stað innan flutningageirans. Lækkaðu kostnað og fjárfestu í öflugu flutningakerfi sem stenst tímans tönn!
Boltrics flutningakerfið býður upp á fullkomna samþættingu á milli vöruhúsakerfis (WMS), aksturskerfis (TMS) og flutningakerfis (FMS) ásamt öllum tollasamskiptum. Með kerfinu er hægt að fylgjast með flutningaferli vörunnar; frá því vara er sótt, flutning á vörunni, tollafgreiðslu, akstri og öðru sem þarf til að koma henni á áfangastað. Kerfið inniheldur allt sem íslensk nútíma flutningafyrirtæki þurfa á að halda í dag. Boltrics er byggt ofan á Business Central og er einnig samþætt við Office 365 og Power BI.
Business Central er alhliða viðskiptakerfi sem hentar fyrir rekstur af öllum stærðum og gerðum. Með Business Central hefur þú miðlægan gagnagrunn sem geymir allar viðskiptaupplýsingar þínar. Við staðalbúnað kerfanna má svo bæta við endalausum sérkerfum. Með Business Central getur þú valið á milli uppsetninga; í skýinu, innanhúss eða blöndu af þessu tvennu.
Flutningakerfið heldur meðal annars utan um frum- og farmskrá fyrir hraðsendingar, flug- og sjófrakt, akstur, tollskýrslugerð og þú getur stjórnað öllum þjónustuferlinum. Kerfið gefur þér góða yfirsýn og gerir þér kleift að fylgjast með frammistöðu í rauntíma.
Vöruhúsakerfið einfaldar vöruhúsaferlana og hefur verið þróað með áralanga reynslu í vöruhúsageiranum til hliðsjónar. Kerfið styður fjöldan allann af vöruhúsaaðgerðum s.s. vörur inn, vörur út, tollafgreiðslu, tínslu, reikningagerð o.s.frv.
Aksturskerfið gerir þér kleift að fá betri innsýn í akstursferlana. Kerfið einfaldar þér að raða sendingum í bifreiðar og brúar bilið á milli vöruhúss og afhendingu til viðskiptavina. Kerfið hentar þeim sem eru með stóran flota af bílum og vilja fylgjast með stöðu þeirra.
10 góðir punktar
Skrifstofa: 414-5050
ruedenet@ruedenet.is
Þjónusta: 414-5051
hjalp@ruedenet.is
Hallgerðargata 13, 105 Reykjavík
Opið 9 til 16 alla virka daga
Kt. 511207-1690
Takk fyrir að skrá þig á póstlistann okkar!