Vefverslun - Tenging við viðskiptakerfi

Vefverslun & Vefverslunartengill

Rue de net

Umsjón með vefversluninni beint í Business Central.


Vefverslun & vefverslunartengill

Vefverslun Rue de Net er einfalt og öflugt vefverslunarkerfi sem tengist beint við Microsoft Dynamics 365 Business Central viðskiptakerfið þitt. Vefverslunin byggir í grunninn á nopCommerce og hentar bæði stórum og smáum fyrirtækjum með miklar kröfur. Auðvelt er að sníða vefverslunina að þínum rekstri.


Vefverslunartengill Rue de Net tengir vefverslunina beint við Dynamics 365 Business Central viðskiptakerfið þitt. Það hefur þann kost að vefverslunin sýnir alltaf réttar birgðatölur auk þess sem það auðveldar alla gagnageymslu, uppsetningu og greiningu. Pantanir úr vefverslun flæða beint inn í Business Central og verð í vefverslun endurspegla ávallt verðin í Business Central. Vefverslunartengillinn styður nopCommerceWooCommerce og Shopify vefverslanir.


Virkni í vefverslunartenglinum

  • Körfuútreikningur
  • Birgðageymslur – lýsingar og staðsetningar
  • Vöruflokkar – lýsingar, myndir, viðhengi og röðun
  • Vöruupplýsingar – lýsingar, myndir, eiginleikar, verð o.fl.
  • Pantanir úr vefverslun flæða beint inn í Business Central


Viðbætur í vefverslun

  • Tenging við greiðslusíðu Valitor
  • Tenging við greiðslusíðu Borgunar
  • Innskráning með rafrænum skilríkjum
  • Beintenging við Dynamics 365 Business Central
  • Útreikningur flutningskostnaðar hjá Íslandspósti


Vefverslanir

Frá Rue de Net

quotesArtboard 1 copy 2

„Við hjá Pennanum Eymundsson gerum miklar kröfur þegar kemur að viðskipta- og verslunarkerfi fyrir skrifstofu og verslanir okkar. Því höfum við treyst LS Nav fyrir okkar fjölmörgu verslunum í áraraðir og hefur það reynst okkur mjög vel. Þjónustan hjá Rue de Net hefur einnig alltaf verið til fyrirmyndar.“

Róbert Dan Bergmundsson

Deildarstjóri upplýsingatæknideildar

Share by: