Business Central

Viðskiptakerfi

bc

ALHLIÐA VIÐSKIPTALAUSN

Microsoft Dynamics 365 Business Central er alhliða viðskiptakerfi sem hentar fyrir rekstur af öllum stærðum og gerðum. Með kerfinu tengir þú saman gögn úr bókhaldi, söludeild, innkaupadeild, birgðastjórnun og þjónustu við viðskiptavini til að fá heildstæða yfirsýn yfir reksturinn.

Með Business Central hefur þú miðlægan gagnagrunn sem geymir allar viðskiptaupplýsingar þínar. Þannig er hægt að samtvinna upplýsingar úr bókhaldinu, framleiðslunni, birgðakerfinu, sölu- og markaðsdeildinni. Við staðalbúnað kerfanna má svo bæta við endalausum sérkerfum eins og t.d. verslunarkerfinu LS Central frá LS Retail, Bankakerfi og Rafrænum reikningum frá Rue de Net.

Business Central býður upp á nýjungar og umbætur á eldri kerfum. Möguleiki er á að sérhanna viðmótið fyrir hvern notanda, einnig getur notandi sjálfur sérhannað sitt viðmót og þar með verður vinnuumhverfið þægilegra og betra. Einnig hefur samþætting við Office 365 aldrei verið auðveldari.

Í SKÝINU EÐA Í HÚSI?

Þegar viðskiptakerfi er valið er mikilvægt að skoða hvaða uppsetning hentar þínu fyrirtæki best. Með Business Central getur þú valið á milli uppsetninga; í skýinu, innanhúss eða blöndu af þessu tvennu. Við aðstoðum þig að greina þarfir fyrirtækisins og ákvarða síðan hvað hentar best.

Velja þarf annað hvort Essential eða Premium notendaleyfi, en hægt er að bæta við Team Member notendaleyfi við hvoru tveggja. Hér er hægt að lesa meira um leyfin.

 

SÉRKERFI FYRIR BUSINESS CENTRAL

Við höfum þróað mörg sérkerfi sem hjálpa þér að nýta viðskiptakerfið þitt enn betur og ná meiri árangri. Af sérkerfum Rue de Net má nefna:

 • Fullkomin stjórn á fjármálunum

 • Upplýst ákvörðunartaka

 • Hámarkaðu arðsemi

 • Bættu söluferlið og þjónustu

 • Heildræn sýn yfir birgðastöðu

dynamics-nav3

Hvað er

innifalið

 • Fjárhagsbókhald

 • Viðskiptamanna- og sölukerfi

 • Lánardrottna- og innkaupakerfi

 • Birgða- og forðakerfi

 • Ótakmarkaður fjöldi fyrirtækja

 • Samþætting við Office 365

UMSAGNIR

VIÐSKIPTAVINA

Sverrir Scheving Thorsteinsson

Forstöðumaður upplýsingatækni

„Við hjá Verði höfum treyst á Dynamics NAV um áraraðir, kerfið tengist fullkomlega við fjöldamörg vefþjónustukerfi Varðar, þannig höfum náð miklum árangri og hefur það sannað sig á álagspunktum. Starfsfólk  Rue de Net hefur einnig sannað sig með framúrskarandi og sveigjanlegri þjónustu á tímum þar sem nútímakröfur um snörp viðskipti hafa aldrei verið meiri og því er það ekki að ástæðulausu að við kjósum Rue de Net sem okkar þjónustuaðila.“

VIÐSKIPTAVINIR

SENDU OKKUR LÍNU
OG VIÐ FÖRUM YFIR ÞETTA SAMAN!

Skoða fleiri lausnir