K3|imagine

Snertilaus sjálfsafgreiðsla

NÝIR SNERTILAUSIR TÍMAR 

Nýir tímar gera kröfur um breyttar þjónustuleiðir og aukin þægindi.

Gefðu viðskiptavinum þínum sveigjanleika, hraða og þægindi með því að bjóða upp á snertilausa sjálfsafgreiðslu. Sjálfsafgreiðsla er að gjörbreyta upplifun viðskiptavina í þjónustugeiranum og því hefur aldrei verið mikilvægara að geta boðið upp á þennan valkost. Kerfið hentar fyrir margs konar afgreiðslu, sem dæmi má nefna veitingastaði, bari, kaffihús, herbergisþjónustu og miðasölu. 

Allt í skýinu, allt á vefnum og engin uppsetning!

NEMINN

Neminn byggir á NFC tækni (e. Near Field Communication) og gerir viðskiptavinum kleift að afgreiða sig sjálfir. Þegar síminn er lagður upp að nemanum opnast afgreiðslusíðan.

skot12

SJÁLFSAFGREIÐSLAN

Á sjálfsafgreiðslusíðunni tekur við fallegt viðmót þar sem viðskiptavinur velur þær vörur sem hann vill kaupa, setur í körfu og greiðir með greiðslukorti, allt án aðkomu afgreiðslufólks. Viðskiptavinurinn getur einnig slegið inn netfang og fær þá kvittunina senda í tölvupósti.

skot16dkk

PÖNTUNARSÍÐAN

Pöntunarsíðan er vinnusíða þar sem stöðum pantana er breytt og hægt er að sjá biðtíma viðskiptavinarins. Um leið og viðskiptavinurinn hefur greitt fyrir vörur á afgreiðslusíðunni er pöntunin send beint inn í t.d. eldhús eða vöruhús þar sem pöntunin tekin saman og stöðu pöntunarinnar breytt.

skot14dkk

AFGREIÐSLUSÍÐAN

Afgreiðslusíðan snýr að viðskiptavini og sýnir honum stöðu pöntunar í rauntíma. Skjárinn sýnir hvort pöntunin sé í vinnslu eða tilbúin til afhendingar.

skot15dkk

BAKENDAVINNSLA

Í bakendavinnslunni stjórnar þú upplýsingum um vörur. Viðmótið er einfalt og notendavænt og leiðir notandann í gegnum uppsetningarferli fyrir hverja vöru. Auðvelt er að stjórna upplýsingunum og stilla hvaða vörur eru í boði hverju sinni.

skot13dkk

Fá tilboð í vöruna

Við finnum réttu lausnina fyrir þig

VIÐSKIPTAVINIR

HEYRÐU Í OKKUR OG
VIÐ FÖRUM YFIR ÞETTA SAMAN

Skoða fleiri kerfi