UM OKKUR

PERSÓNULEG ÞJÓNUSTA

Rue de Net leggur mikla áherslu á persónulega þjónustu þar sem sérfræðingur kemur að ferlinu frá byrjun til enda, frá sölu til afhendingar vöru og þjónustu.

VIÐSKIPTAKERFI

Rue de Net býður þrautreyndar viðskiptalausnir frá Microsoft og LS Retail ásamt sérlausnum. Alhliða lausnir fyrir fyrirtæki á sviði framleiðslu, heild- og smásölu og dreifingar.

SKÝJALAUSNIR

Með skýinu er tölvuumhverfið þitt allt í senn áreiðanlegt, öruggt og sveigjanlegt. Gögnin þín eru aðgengileg hvar sem er og hvenær sem er.

Við vitum að lykillinn að
velgengni er mannauður

Markmið Rue de Net er að ráða yfir hæfu og metnaðarfullu fólki, þannig sköpum við jákvætt og skapandi vinnuumhverfi fyrir starfsfólk okkar og viðskiptavini.

Rue de Net er lifandi og skemmtilegur vinnustaður þar sem starfsfólkið telur um 35 manns. Rue de Net stuðlar að því að starfsfólk þróist í starfi og eru þeir hvattir til þess að sækja sér fræðslu sem eykur við hæfni þeirra og þekkingu og styrkir þá bæði í starfi sem og einstaklinga. Starfsmannafélagið Tólfan heldur uppi öflugu félagslífi með fjölbreyttum og skemmtilegum uppákomum.

Langar þig að starfa með okkur? Við hvetjum þig að senda inn starfsumsókn hér. Við erum alltaf að leita að metnaðarfullum og drífandi einstaklingum til þess að starfa með okkur.

rue-staff-01

STARFSFÓLK