Viðskiptavinavefur
Rue de Net

HVAÐ GERIR VIÐSKIPTAVINAVEFUR?

Viðskiptavinavefur Rue de Net gerir viðskiptavinum þínum kleift að skoða reikningsviðskipti sín við fyrirtæki þitt á netinu, og hægt er að veita viðskiptavinum aðgang hvaða upplýsingum sem þú vilt. Viðskiptavinir einfaldlega skrá sig inn á Mínar síður og með nokkrum smellum geta þeir fengið aðgang að öllum upplýsingum sem þeir þurfa, dæmi má nefna hreyfingayfirlit, afrit af reikningum, stöðu viðskiptaskuldar og tollskýrslur. Einnig getur þú sérsniðið útlit vefsins eftir þínu höfði.

Viðskiptavinir þínir fá sérstakan aðgang sem felur í sér notandakenni og lykilorð. Á sínu svæði geta viðskiptavinir séð öll sín viðskipti og flokkað bæði eftir dagsetningum og milli greiddra og ógreiddra reikninga. Hægt er að sækja öll skjöl sem PDF til þess að senda áfram í tölvupósti eða prenta út.

vvv-22

AF HVERJU VIÐSKIPTAVINAVEFUR?

Viðskiptavinavefurinn er viðbót við Microsoft Dynamics 365 Business Central viðskiptakerfið. Lausnin er bæði auðveld og þægileg í notkun og á handhægan hátt geta viðskiptavinir skoðað yfirlit yfir alla sína reikninga og viðskiptastöðu. Með Viðskiptavinavefnum veitir þú viðskiptavinum þínum framúrskarandi þjónustu og sparar um leið bæði tíma og peninga. Einfaldara getur það ekki verið, notendavænt og þægilegt!

Helstu kostir

Viðskiptavinavefs?

  • Sparar tíma og peninga
  • Reikningar sýnilegir strax við bókun
  • Mikilvægar upplýsingar á öruggum stað
  • Beintengist við Dynamics 365 Business Central

Viðskiptavinavefur Rue de Net

microsoftteams-image-8

SENDU OKKUR LÍNU OG
VIÐ FÖRUM YFIR ÞETTA SAMAN

Skoða fleiri lausnir