Rafrænir reikningar
Rue de Net
Rue de Net
Rafræn sending og móttaka reikninga
AF HVERJU RAFRÆNIR REIKNINGAR?
Í nútíma viðskiptum snýst allt um hraða og sjálfvirkni og þar með er aukin krafa um rafræn viðskipti. Rafræn viðskipti veita yfirsýn á reikningum, hvort sem er við gerð þeirra eða móttöku. Rafrænir reikningar auðvelda allt ferli reikninga í Business Central viðskiptakerfinu, þar að auki er hægt að stórlækka kostnað við sendingu, móttöku og skráningu reikninga ásamt því að áreiðanleiki og rekjanleiki þeirra verður meiri.

HVAÐ GERA RAFRÆNIR REIKNINGAR?
Reikningar lesast inn sjálfvirkt og fara rafrænt í viðskiptakerfi viðskiptavina mínútum eftir að hann er bókaður, þannig á fljótlegan hátt er hægt að senda viðskiptavinum rafræna reikninga, lesa inn rafrænar pantanir frá viðskiptavinum og taka við rafrænum reikningum frá birgjum. Reikningar og pantanir lesast inn sjálfkrafa í Business Central, flóknari reikningar krefjast lítillar vinnu og þar með er rekjanleiki og villuhætta í algjöru lágmarki. Síðast en ekki síst þá eru Rafrænir reikningar umhverfisvænn kostur því með rafrænum viðskiptum er óþarfi að taka við bréfpósti, skanna inn reikninga, skjala þá og á sama hátt verður óþarfi að prenta út reikninga og senda eftir hefðbundnum leiðum.
Helstu kostir
Rafrænna reikninga?
- Sjálfvirkni
- Tímasparnaður
- Villuhætta í lágmarki
- Umhverfisvænn kostur
Fá tilboð í vöruna
Við finnum réttu lausnina fyrir þig
VIÐSKIPTAVINIR




SENDU OKKUR LÍNU OG
VIÐ FÖRUM YFIR ÞETTA SAMAN
VIÐ FÖRUM YFIR ÞETTA SAMAN