Persónuverndarstefna Rue de Net

Persónuverndarstefna er mikilvæg fyrir Rue de Net. Við leggjum okkur fram um að vernda persónuupplýsingar starfsmanna og viðskiptavina okkar.

Helstu persónuverndarreglur Rue de Net:
Persónuupplýsingar eru unnar í samræmi við lög og á sanngjarnan hátt. Persónuupplýsingar eru aðeins varðveittar í sérstökum skýrum og lögmætum tilgangi og þegar notkun þeirra samræmast tilgangi vinnslunnar. Aðeins er safnað viðeigandi persónuupplýsingum og þess gætt að þær séu ekki umfram það sem nauðsynlegt telst. Persónuupplýsingar eru ekki varðveittar lengur en nauðsyn krefur. Þess skal gætt að Persónuupplýsingar séu ávallt nákvæmar, réttar og reglulega uppfærðar. Afrit af persónuupplýsingum í okkar vörslu eru gerð aðgengileg viðkomandi skráðum einstaklingum að ósk þeirra í samræmi við gildandi lög á hverjum tíma. Öryggi persónuupplýsinga er tryggt með tæknilegum- og skipulagsráðstöfunum, ráðstöfunum sem taka mið af eðli upplýsinganna og verndun á friðhelgi einkalífs.

Tilgangur vinnslu:
Rue de Net vinnur persónuupplýsingar bæði sem ábyrgðaraðili starfsmanna og sem vinnsluaðili fyrir viðskiptavini.  Við vinnslu persónuupplýsinga tekur Rue de Net ávallt mið af þeim meginreglum laga sem gilda um vinnslu persónuupplýsinga.

Helstu persónuupplýsingar sem Rue de Net vinnur:
Sem ábyrgðaraðili vinnur Rue de Net upplýsingar um starfsmenn, umsækjendur og, verktaka. Vinnslan byggir á lögum og reglum, samþykki einstaklinga, samningum og lögmætum hagsmunum allra aðila. Sem vinnsluaðili  vinnur Rue de Net persónuupplýsingar í samræmi við vinnslusamninga samstarfsaðila, ásamt þeim tilgangi að þjónusta samstarfsaðila sína sem best. Rue de Net heldur utan um tengiliðaupplýsingar  viðtakenda markaðsefnis í þeim tilgangi að miðla upplýsingum til samstarfsaðila.  Viðtakendur geta hvenær sem er óskað eftir að vera fjarlægðir af þessum lista. Beiðni um slíkt skal berast ruedenet@ruedenet.is. Rue de Net gætir meðalhófs við öflun persónuupplýsinga og gætir þess að varðveita persónuupplýsingar aldrei lengur en þörf er á í samræmi við tilgang vinnslunnar.

Miðlun persónuupplýsinga:
Rue de Net mun ekki miðla persónuupplýsingum til þriðja aðila nema að fyrir liggi upplýst samþykki frá skráðum einstaklingi. Í öllum tilfellum verður öryggi upplýsinganna tryggt og þess gætt að miðlun fari eftir ákvæðum laga hverju sinni.

Varðveisla persónuupplýsinga:
Rue de Net varðveitir persónuupplýsingar starfsmanna sem ábyrgðaraðili á meðan ráðningarsamningur við einstakling er í gildi og í samræmi við önnur lög í landinu sem gera ráð fyrir varðveislu persónuupplýsinga starfsmanna.

Rue de Net varðveitir persónuupplýsingar sem vinnsluaðili eins lengi og vinnslusamningar kveða á um.

Rue de Net áskilur sér rétt til varðveislu upplýsinga eftir að samningssambandi lýkur ef Rue de Net telur að um lögmæta hagsmuni sé ræða t.d. ef til þess kemur að fyrirtækið telji sig þurfa að setja fram kröfu eða verða við kröfu.

Réttindi skráðra einstaklinga:
Rue de Net er annt um einkalí þeirra sem treysta  fyrirtækinu fyrir persónuupplýsingum sínum. Með þjónustumiðaðri nálgun auðveldar Rue de Net skráðum einstaklingum að framfylgja réttindum sínum gagnvart fyrirtækinu með því að:

  • Upplýsa um vinnslu persónuupplýsinga á skýran, skiljanlegan, gagnsæjan og aðgengilegan hátt.
  • Hafa upplýsingar um tengilið aðgengilegar öllum skráðum einstaklingum.
  • Þekkja og upplýsa um tilgang og lagagrundvöll vinnslu okkar.
  • Þekkja og upplýsa hvar vinnsla upplýsinga fer fram.
  • Þekkja og upplýsa um viðtakendur eða flokka viðtakanda persónuupplýsinga sinna.
  • Þekkja og upplýsa hversu lengi persónuupplýsingar skráðra einstaklinga verða geymdar.
  • Þekkja og upplýsa um réttindi skráðra einstaklinga þ.e. rétt til aðgangs, leiðréttingu, flutnings og réttinn til að gleymast.
  • Gera skráðum einstaklingum kleift að afturkalla samþykki til vinnslu hvenær sem er.
  • Þekkja og upplýsa hvenær skráðum einstaklingum ber lagaleg skylda til að veita okkur persónuupplýsingar.
  • Auðvelda skráðum einstaklingum að leita réttar síns með því að veita allar nauðsynlegar upplýsingar til eftirlitsstofnunar.

Öryggi persónuupplýsinga:
Rue de Net leggur mikla áherslu á öryggi við vinnslu persónuupplýsinga og hefur í því augnamiði innleitt skipulags- og tæknilegar öryggisráðstafanir sem tryggjatrúnað, réttleika og tiltækileika gagna og kerfa.

Ennfremur leggur Rue de Net ríka áherslu á upplýsinga og gagnaöryggisvernd með því að tryggja vitund starfsmanna fyrir öryggi gagna.  Allir starfsmenn Rue de Net fá þjálfun í upplýsingaöryggi og undirgangast, við upphaf starfs síns, persónuverndarstefnu Rue de Net,  upplýsinga- og gagnaverndarstefnu ásamt því að undirrita trúnaðar og þagnareið.

Ef upp kemur öryggisbrot þar sem möguleiki er að persónuupplýsingar hafi komist í hendur óviðkomandi aðila eru slík brot meðhöndluð samkvæmt  27. gr laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga.

Vefkökur:
Vefkökur (e. cookies) eru litlar textaskrár sem eru vistaðar á tölvunni þinni eða öðrum snjalltækjum sem þú notar til að heimsækja vefsíðu í fyrsta sinn. Vefkökurnar gera það að verkum að vefsíðan man eftir þér og hvernig þú notaðir síðuna í hvert sinn sem þú heimsækir hana aftur. Vefkökur innihalda ekki persónuupplýsingar á borð við nafn, netfang, símanúmer eða kennitölu. Vefkökur sem notaðar eru til að bæta virkni vefsíðunnar og auka þannig þjónustu við notendur.

Vefkökur eru einnig notaðar til að bæta frammistöðu vefsíðunnar og nýtir Rue de Net til þess þjónustu fyrirtækja á borð við Google Analytics til vefmælinga og gæðaeftirlits. Upplýsingar sem notaðar eru í þessum tilgangi eru til dæmis fjöldi og lengd heimsókna, ferðalag notenda og leitarorð. Rue de Net notum þessar upplýsingar til að bæta upplifun notenda og við þróun á vefsíðunni sinni.

Rue de Net notar vefkökur frá þriðja aðila til að deila sumum upplýsingum með samstarfsaðilum sem við notum til að auglýsa með, svo við vitum hvaðan þú komst inn á vefsíðuna. Við getum einnig notað vefkökur til að greina hvaða tilteknu síður á vefsíðunni þú hefur áhuga á. Þessar upplýsingar má nota til að birta þér auglýsingar sem við teljum að þú hafir áhuga á að sjá, til að sníða þau skilaboð sem við birtum þér eða það efni sem við sendum þér. Við deilum ekki persónugreinanlegum upplýsingum með þessum aðilum eða vefsíðum þriðja aðila sem birta auglýsingar fyrir okkur.

Vefkökur frá aðila, (e. third-party cookies) eru vefkökur, sem dæmi getum við verið með hnapp til að líka við eða deila efni á Facebook og þannig gætu viðkomandi fyrirtæki komið fyrir vefköku í tölvunni þinni eða snjalltæki. Við höfum ekki stjórn á hvernig þessi fyrirtæki nota sínar vefkökur en hvetjum þig til að kynna þér hvernig þau nota vefkökur og hvernig þú getur stjórnað þeim. Flestir vafrar bjóða upp á þann möguleika að loka á kökur frá þriðja aðila en samþykkja kökur frá fyrsta aðila.

Þú getur stýrt því hvernig þú notar vefkökur í þínum vafra, m.a. þannig að notkun þeirra sé hætt.

Heimilt er að geyma vefkökur í tölvum notenda í að hámarki 24 mánuði, frá því að notandi heimsótti síðast vefsíðu Rue de Net.