Microsoft Dynamics 365 Business Central

Eiginleikar

Eiginleikar Business Central

Microsoft Dynamics 365 Business Central er alhliða viðskiptakerfi í skýinu. Áður hét það Dynamics NAV, en með því að færa sig í skýið og sameina kerfið við Dynamics 365 var nafni kerfisins breytt og heitir það nú Business Central.

Business Central kemur í tvennskonar útgáfum: Essential og Premium.

Velja þarf annað hvort Essential eða Premium notendaleyfi, en hægt er að bæta við Team Member notendaleyfi við hvoru tveggja.

dynamics-nav3

Essential notandaleyfi

Business Central Essential útgáfan inniheldur fjármálastjórnun, birgðastjórnun, tengslastjórnun, verkefnastjórnun og mannauðsstjórnun.

Fjármálastjórnun

Fjárhagur

Í fjárhagnum getur þú sett upp eins mörg fyrirtæki og þú vilt, ásamt bókhaldslyklum, bókar fjárhagsfærslur og færslubækur, bókar virðisaukaskatt og margt fleira.

Víddir

Kerfið notar víddir til þess að stýra hvert kostnaður og tekjur bókast.

Rekjanleiki

Rekjanleiki er sjálfkrafa til staðar ásamt bókunarlýsingum fyrir allar færslur. Hægt er að stofna ástæðukóta til rekja þína slóð.

Gjaldmiðlar

Hægt er að vinna með marga gjaldmiðla í kerfinu, t.d. fyrir útgreiðslur og inngreiðslur, fjárhagsskýrslur, birgðir og bankareikninga. Hægt að gera upp í erlendri mynt.

Fjárhagsáætlanir

Kerfið getur hjálpað þér að búa til fjárhagsáætlanir með rauntölum úr fjárhagnum.

Framvirkir samningar

Þú getur skilgreint sniðmát fyrir framvirka samninga á tekjum og útgjöldum fyrir ákveðinn tíma.

Eignir

Þú getur búið til eignir og haldið utan um færslur eins og kostnað, yfirtökur, afskriftir og niðurfærslur.

Stjórnun bankareikninga

Hægt að setja upp óteljandi bankareikninga með mismunandi gjaldmiðlum og býður kerfið upp á sjálfvirka afstemmingu á bankafærslum.

Tungumál

Kerfið styður mörg tungumál og hver notandi getur skipt á milli tungumála í rauntíma.

Birgðastjórnun 

Staðsetningar

Hægt er að vinna með margar birgðageymslur eins og verksmiðju, dreifingarstöð, vöruhús, sýningarrými, verslun eða þjónustustöð.

Vöruflutningur

Haltu utan um staðsetningu birgða. Skráðu flutninga á milli staðsetninga og haltu utan um verðmæti birgða í flutningum.

Einfalt vöruhús

Hægt er að stjórna vörum með hólfum. Hægt er að sækja og setja vörur í hólf, færa vörur á milli hólfa og hagræða bæði plássi og tínsluferli.

Viðskiptamenn & sala

Hægt er að búa til og bóka sölupantanir, sölureikninga, standandi sölupantanir, stjórna ferlum fyrir sölur og viðskiptamenn.

Útistandandi reikningar

Hægt að nota færslubók til að bóka sölufærslur og útistandandi kröfur.

Lánardrottnar & innkaup

Hægt er að búa til og bóka innkaupapantanir, innkaupareikninga, standandi innkaupapantanir, stjórna ferlum fyrir innkaup og lánardrottna.

Tengslastjórnun (CRM)

Tengiliðir

Kerfið heldur utan um viðskiptavini þína og lánardrottna og gerir þér kleift að stjórna upplýsingum um tengiliði og viðskiptasambönd.

Herferðir

Þú getur skipt tengiliðum niður í viðtakendahópa og skipulagt herferðir.

Tækifærastjórnun

Hægt er að búa til sölutækifæri og halda utan um fasa hvers sölutækifæris.

Samþætting við Outlook

Hægt er að samstilla tengiliði þína og verkefnalista við fundi, verkefni og tengiliði í Outlook.

Dynamics 365 Sales samþætting

Business Central er hluti af Dynamics 365 og er kerfið því samþætt við CRM lausnina í Dynamics 365 Sales ásamt Dynamics 365 Sales Professional og Dynamics 365 Customer Service Professional.

Verkefnastjórnun

Forðar

Stjórnaðu aðföngum fyrir viðskiptavini þína með forðum, ásamt forðahópum og fylgstu með stöðu hvers forða fyrir sig.

Áætlanir

Fylgstu með nýtingu forða, fáðu yfirsýn yfir framleiðslugetu, ásamt afhendingartíma og áætluðum kostnaði.

Verkefni

Búðu til og stjórnaðu verkefnum og fylgstu með nýtingu forða fyrir hvert verkefni og upplýsingum sem eiga að fara á sölurreikninga. Þú getur stjórnað bæði verkefnum á föstu verði ásamt verkefnum með útseldum tímum á starsfólki eða tækjum.

Tímaskráning

Leyfðu starfsfólki að skrá tímana sína í einfalda og sveigjanlega tímatöflu þar sem samþykktaferli stjórnenda er innifalið.

Mannauðsstjórnun

Starfsfólk

Fylgstu með upplýsingum um starfsmenn, og haltu utan um reynslu, kunnáttu, menntun, þjálfun og stéttarfélög.

Stjórnun útgjalda

Hægt er að bóka útgjöld starfólks svo að hægt sé að endurgreiða þeim.

Premium notandaleyfi

Í Business Central Premium bætist við þjónustustjórnun og framleiðsla til viðbótar við Business Central Essentials leyfið.

Þjónustustjórnun

Þjónustupantanir

Í þjónustustjórn er hægt að stjórna þeim málum sem koma upp eftir sölu. Til dæmis fyrirspurnum um þjónustu, þjónustupantanir og viðgerðir.

Þjónustuvörur

Haltu utan um þjónustuvörur eins og innihald samninga, innihaldslýsingar, framleiðsluuppskriftir og ábyrgðir.

Þjónustuverð

Haltu utan um verð fyrir þá þjónustu sem þú býður upp á.

Þjónustusamningar

Haltu utan um öll smáatriði varðandi þjónustustig, svartíma og afslætti. Skráðu sögu samninga, ásamt nýttum forða og vinnutíma.

Skipulag

Úthlutaðu verkum til starfsfólks ásamt því að halda utan um stöðu á hverju verki fyrir sig.

Þjónustustarfsfólk

Úthlutaðu starfsfólki og sendu tæknifólk á staði, skoðaðu hvaða forðar eru lausir og hvaða kunnáttu þau búa yfir.

Framleiðsla

Framleiðslupantanir

Búðu til framleiðslupantanir og bókaðu notkun á forða og aukningu á lager.

Útgáfustjórnun

Búðu til útgáfur fyrir uppskriftir og dreifileiðir.

Skipulagning birgða

Reiknaðu út nauðsynlegt magn hráefna til að uppfylla eftirspurn.. Lausnin styður framleiðsluáætlanir og hjálpar þér að skipuleggja forða- og hráefnisþörf þína

Eftirspurnarspá

Búðu til framleiðslu- og innkaupapantanir sem taka mið af eftirspurnarspá sem tekur líka tillit til núverandi birgða og gögnum úr hráefnisáætlunum.

Skipulagning framleiðslugetu

Hægt er að auka nákvæmni í framleiðsluferlinu. Settu upp ferla fyrir framleiðslupantanir og skipulegðu nauðsynlegt magn efnis til framleiðslu.

Framleiðslustöðvar

Þú getur stjórnað afköstum í smáatriðum fyrir framleiðslustöðvar og samþætt fyrir vinnumiðstöðvar.

Takmarkað álag

Reiknaðu út hámarks framleiðslugetu til þess að ganga úr skugga um að verkefni sé ekki úthlutað á framleiðslustöð sem færi fram úr framleiðslugetu sinni fyrir gefið tímabil.

Team Member notandaleyfi

Team Member notandi, eða lesnotandi, veitir lesréttindi í Business Central ásamt öðrum takmörkuðum réttindum. Til þess að kaupa Team Member notanda verður ávallt að vera til a.m.k. einn Essential eða Premium notandi. Team Member notandaleyfi veitir aðgang í m.a.:

Lesa gögn

Réttindi til að lesa öll gögn í Dynamics 365 Business Central.

Uppfæra gögn

Leyfi til að uppfæra gögn og færslur sem eru nú þegar til, t.d. gögn um viðskiptamenn, lánardrottna, vörur o.þ.h.

Verkflæði

Hægt að samþykkja eða hafna verkum í verkflæði.

Tilboð

Búa til, breyta og eyða tilboðum.

Persónuupplýsingar

Búa til, breyta og eyða persónuupplýsingum.

Vinnuskýrslur

Búa til vinnuskýrslur fyrir verk.