Mekka Wines&Spirits í Business Central í skýinu

 Í Business Central, Fréttir, Sérkerfi í Business Central

Mekka Wines&Spirits og Rue de Net hafa undirritað samstarfssamning vegna innleiðingu á Business Central viðskiptakerfi í skýinu ásamt sérlausnum. Samstarfið innifelur í sér innleiðingu á Business Central og á helstu sérkerfum Rue de Net fyrir Business Central, þar á meðal nýjustu viðbótina við sérlausnir Rue de Net, tollakerfi og vöruhúsakerfi með handtölvulausn frá Edico ásamt vefverslun.

Fyrirtækið Mekka Wines&Spirits var stofnað um vorið 1995 undir nafninu Allied Domecq Spirits&Wines. Fyrirtækið er í dag eitt af stærstu fyrirtækjunum í innflutningi á áfengi á Íslandi og í samstarfi við marga af stærstu og virtustu áfengisframleiðendum heims sem gerir þeim kleift að bjóða upp á frábært vöruúrval af heimsþekkum vörumerkjum sem eru mörg hver markaðsleiðandi á Íslandi.

„Mekka er frábært dæmi um fyrirtæki með framsækna framtíðarsýn þar sem við komum inn, veitum alhliða þjónustu og við vinnum saman að þeirra vegferð í skýið sem gerir þetta að einstaklega spennandi verkefni,” segir Karl Einarsson, þjónustustjóri Rue de Net.

Kerfið nær yfir allan rekstur Mekka Wines&Spirits og hefur það að leiðarljósi að einfalda daglegu vinnu starfsmanna. Þar að auki verða framtíðaruppfærslur algjörlega sjálfvirkar og stórar uppfærslur heyra sögunni til, sömuleiðis verður samþætting þess við aðrar lausnir mun auðveldari þar ber helst að nefna; tollakerfið, vefverslunina og vöruhúsakerfið með tilbúnum fronti frá Edico.
“Þetta hefur verið lengi á teikniborðinu hjá okkur og því erum við mjög spennt að hefja þessa skýjavegferð með Rue de Net. Við trúum því að árangurinn mun ekki láta á sér standa og við munum uppskera í nánustu framtíð.  ” segir Katrín Jónsdóttir fjármálastjóri Mekka Wines&Spirits.

Rue de Net býður alhliða lausnir fyrir framsækin fyrirtæki á öllum sviðum, þrautreyndar viðskiptakerfi frá Microsoft og LS Retail ásamt sérlausnum

Nýlegar fréttir