Tollakerfi Rue de Net

 Í Business Central, Sérkerfi í Business Central

Rue de Net kynnir Tollakerfi, nýtt sérkerfi fyrir Business Central í skýinu!

Við erum afar stolt af því að vera með þeim fyrstu sem bjóða upp á Tollakerfi í skýinu en sífellt fleiri fyrirtæki eru að færa sig í skýið og því er nauðsynlegt að bregðast við þeirri eftirspurn.

Tollakerfið er byggt ofan á nýjustu útgáfu Business Central í skýinu en býðst einnig í öllum eldri Business Central útgáfum og í NAV 2018. Kerfið auðveldar allt ferli sem viðkemur innkaupum og tollafgreiðslu og byggir það á SAD tollskýrslu fyrir innflutning samkvæmt nýjustu uppfærslu tollsins.

Með Tollakerfinu getur þú meðal annars búið til innflutningstollskýrslu fyrir innkaupapantanir, sent tollskýrslu með EDI til tolls og lesið svörin sem koma til baka. Einnig geturðu séð stöðu tollskýrslna í kerfinu í rauntíma og skoðað skuldfærsluheimild. Auk þess geturðu bókað innkaupin og aðflutningsgjöld ásamt því að sjá rétt birgðaverðmæti í kerfinu.

Heildverslunin John Lindsay er einn af fyrstu viðskiptavinum okkar til að innleiða Tollakerfið ásamt Business Central í skýinu.

„Tollakerfið frá Rue de Net hefur komið skemmtilega á óvart sérstaklega hversu einfalt og notendavænt það hefur reynst, kerfið hugsar fyrir öllum aðgerðum sem nútíma innflutningur þarf á að halda. Rue de Net hefur einnig reynst okkur afskaplega vel í innleiðingu og kennslu á tollakerfinu sem og Business Central viðskiptakerfinu.“ segir  Lilja Guðmundsdóttir, innkaupastjóri John Lindsay.

Við þökkum John Lindsay fyrir samstarfið og erum spennt að fylgja þeim enn lengra á sinni Business Central vegferð.

Hér getur þú skoðað allt um Tollakerfið 

 

Nýlegar fréttir