Rue de Net innleiðir Business Central í skýinu hjá Atlantsolíu

 Í Business Central, Fréttir, Sérkerfi í Business Central

Atlantsolía og Rue de Net hafa undirritað samning um innleiðingu á Business Central SaaS viðskiptakerfi hjá Atlantsolíu. Business Central SaaS er ahliða viðskiptakerfi í skýinu með sjálfvirkum uppfærslum, frábæru notendaviðmóti og hefur kerfið sannað sig sem eitt vinsælasta viðskiptakerfið hér á landi, t.d. hjá fyrirtækjum í framleiðslu, heildsölu, smásölu og dreifingu.

Atlantsolía rekur 25 eldsneytisstöðvar, allar sjálfsafgreiðslustöðvar, 18 á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum og 7 stöðvar á landsbyggðinni. Atlantsolía hefur það að leiðarljósi að bjóða ávallt samkeppnishæft verð á eldsneyti, gott aðgengi að bensínstöðvum og einfaldleika í þjónustu.

“Við erum afar stolt af því að Atlantsolía hafi valið Rue de Net í þetta verkefni og það er óhætt að segja að við hlökkum til samstarfsins. Starfsfólk Atlantsolíu er framsækið og með mikla framtíðarsýn sem gerir þetta að einstaklega spennandi verkefni.” segir Guðrún Ólafsdóttir, þjónustustjóri Rue de Net.

Með innleiðingunni teljum við að Atlantsolía haldi áfram á sinni frábæru vegferð að bjóða upp á samkeppnishæft eldsneytisverð með áherslu á lágan rekstrarkostnað, hagkvæm innkaup og skilvirka dreifingu. Kerfið nær yfir allan rekstur Atlantsolíu sem eykur innsýn í reksturinn og einfaldar daglega vinnu starfsmanna. Þar að auki verða framtíðaruppfærslur algjörlega sjálfvirkar og stórar uppfærslur heyra sögunni til, sömuleiðis verður samþætting þess við aðrar lausnir mun auðveldari sem við teljum að undirbúi Atlantsolíu vel fyrir framtíðaráskoranir á íslenskum eldsneytismarkaði.

“Við erum spennt að hefja þessa vegferð með Rue de Net og sjá hvert samstarfið leiðir okkur í framtíðinni.” segir Guðrún Ragna Garðarsdóttir, framkvæmdastjóri Atlantsolíu.

Rue de Net býður þrautreyndar viðskiptalausnir frá Microsoft og LS Retail ásamt sérlausnum. Alhliða lausnir fyrir framsækin fyrirtæki á öllum sviðum.

Nýlegar fréttir