RUE DE NET ER LS RETAIL GOLD PARTNER 2021

 Í Fréttir, LS Central, Viðurkenningar

Rue de Net er LS Central Gold Partner 2021

Við kynnum með stolti að Rue de Net er LS Central Gold Partner árið 2021. Þetta er frábær viðurkenning fyrir okkur sem LS Retail samstarfsaðila, sem eiga það sameiginlegt að hafa náð framúrskarandi árangri í sölu og þjónustu á vörum LS Retail.

Rue de Net hefur selt og þjónustað vörur LS Retail um árabil með frábærum árangri. Lögð hefur verið áhersla á að veita persónulega þjónustu þar sem sérfræðingur kemur að ferlinu frá byrjun til enda.

“Við erum virkilega stolt af því að vera LS Retail Gold Partner árið 2021. Viðurkenningin hvetur okkur áfram og við erum þakklát fyrir frábært samstarf með LS Retail í gegnum tíðina.” segir Steinar Sigurðsson vörustjóri LS Central hjá Rue de Net.

Til þess að verða samstarfsaðili þurfa fyrirtæki að standast sérstakar kröfur og þjálfun frá LS Retail. Viðurkenndir samstarfsaðilar eru sérfræðingar í vörum og lausnum frá LS Retail, þekkja viðeigandi lög og reglur síns lands, geta veitt tæknilega aðstoð og boðið upp á sérsniðnar lausnir fyrir sína viðskiptavini.

“Samstarfsaðilar okkar spila gríðarlega mikilvægt hlutverk í að veita viðskiptavinum ráðgjöf um hvaða lausnir henta þeim best,” segir Magnús Norðdahl, forstjóri LS Retail. “Við hjá LS Retail erum ótrúlega stolt af samstarfsaðilum okkar og samgleðjumst yfir framúrskarandi árangri þeirra. Með því að sýna fram á víðtæka þekkingu á vörum LS Retail hafa þessir samstarfsaðilar skarað fram úr. Við erum stolt af því að kynna Rue de Net sem LS Retail Gold Partner, þökkum fyrir frábæran samstarfsvilja og óskum þeim til hamingju,” segir Magnus.

Nýlegar fréttir