Power BI með Rue de Net

 Í Business Central

Viltu vera með puttann á púlsinum í bókhaldinu?

Power BI er greiningar- og mælaborðslausn frá Microsoft sem auðveldar þér að breyta gögnunum þínum í myndrænar upplýsingar sem auðvelt er að nota og túlka. Power BI er hraðvirk lausn sem ræður við mikið gagnamagn sem hægt er að sækja úr Dynamics 365 Business Central, Excel og fjölda annarra gagnagrunna.

Rue de Net býður upp á Fjárhags- og Verslunarsýn sem eru tilbúin mælaborð í Power BI sem auðvelda fyrirtækjum að greina lykilupplýsingar og setja þær fram á einfaldan og læsilegan máta.

Fjárhagssýn Rue de Net veitir þér góða yfirsýn yfir rekstur fyrirtækisins enda beintengt við Business Central bókhaldskerfið þitt. Meðal annars er hægt að greina innkomu, eignir og skuldir, fjárhagsstöðu og bera saman við fjárhagsáætlun, kostnað og hagnað á vörum og EBIT-stöðu.

Verslunarsýn Rue de Net er afar góð viðbót fyrir þau fyrirtæki með verslunarkerfið LS Central og hjálpar þér að greina sölutölur verslana. Hægt er að skoða sölu hvers dags, bera saman sölur á milli daga, sölu per starfsmann, afslætti, framlegð, körfustærð, vörur og birgja og margt fleira.

Endilega smelltu hér til að kynna þér Power BI betur!

Nýlegar fréttir