Fáðu betri yfirsýn yfir samþykktir reikninga með Samþykktakerfi Rue de Net

 Í Business Central, Fréttir

Viltu betra utanumhald um reikninga og ferli þeirra? Viltu geta samþykkt reikninga hvar og hvenær sem er?

Samþykktakerfi Rue de Net auðveldar þér að halda utan um ferli reikninga frá skráningu til bókunar. Notandi getur bæði búið til reikning út frá skannaðri mynd af reikningi eða tengt mynd við reikning sem er þegar til staðar. Hægt er að senda reikning í heild sinni, eða einstaka línur reiknings, í samþykkt á valinn samþykktarhóp og einnig geta samþykkjendur fengið áminningar í tölvupósti um útistandandi samþykktir.

Samþykktavefur Rue de Net býður upp á einfalt viðmót til að skoða, samþykkja og hafna reikningum á vefnum. Þú þarft alls ekki að vera snillingur í Business Central til að nýta Samþykktavefinn þar sem hann er sniðinn að notendum sem þekkja ekki bókhaldskerfi!

Helstu kostir Samþykktakerfis Rue de Net eru

  • Rekjanleiki reikninga
  • Hópa- og línusamþykktir
  • Tímasparnaður við skráningu og bókanir
  • Tilkynningar um útistandandi samþykktir

Business Central í skýinu 

Nú getur þú fengið mánaðarlega áskrift að Business Central í skýinu sem er aðgengilegt hvar og hvenær sem er. Viðskiptakerfið þitt er þá í öruggri hýsingu í kerfisveitu Microsoft og aðgengilegt á öllum helsta tækjabúnaði, óháð stýrikerfi. Notendafjöldi er breytilegur eftir þínum þörfum og einnig eru sjálfvirkar uppfærslur frá Microsoft innifaldar í mánaðargjaldi.

Taktu af skarið og við leysum málið! 

 

Nýlegar fréttir