Vilt þú stíga skref inn í framtíðina með snertilausri sjálfsafgreiðslu?

 Í Fréttir, Snertilaus sjálfsafgreiðsla

Nýir tímar gera kröfur um breyttar þjónustuleiðir og aukin þægindi.

Snertilaus sjálfsafgreiðsla frá Rue de Net er nýtt og öflugt sjálfsafgreiðslukerfi byggt á K3 Imagine. Með snertilausri sjálfsafgreiðslu fækkar þú skrefum í þjónustu og lágmarkar aðkomu starfsfólks. Kerfið hentar fjölbreyttum hópi verslunar, sem dæmi má nefna veitingastaði, kaffihús, herbergisþjónustu og miðasölu.

Snertilaus sjálfsafgreiðsla inniheldur þrjár vefsíður; sjálfsafgreiðslusíðu, pöntunarsíðu og afgreiðslusíðu. Á sjálfsafgreiðslusíðunni velur viðskiptavinurinn þær vörur sem hann vill kaupa, setur í körfu og greiðir með greiðslukorti. Pöntunin birtist strax á pöntunarsíðunni þar sem starfsfólk tekur pöntunina saman og breytir stöðu hennar. Viðskiptavinurinn getur svo fylgst með stöðu pantana á afgreiðslusíðunni sem bætir þjónustuferlið til muna.

Nýir tímar gera kröfur um breyttar þjónustuleiðir og aukin þægindi. Við stígum skrefið með þér.

Horfa á myndband! 

Nýlegar fréttir