Er hægt að tengja launa við Business Central? Já, heldur betur!

 Í Business Central, Fréttir

Viltu bóka og greiða laun með tveimur smellum í Business Central? Viltu tengingu milli bókhalds og launa svo þú getir bókað launabókina áhyggjulaust?

Rue de Net býður upp á beintengingu við launa, launakerfi í skýinu. launa er íslenskt launakerfi í áskrift sem er öruggt, einfalt og sveigjanlegt í notkun. Kerfið býður upp á launaútreikning, launaseðla, greiðslubeiðnir, skilagreinar og margt fleira.

Með launa-tengli Rue de Net verður leikur einn að sækja rétta launabók og bóka hana í fjárhaginn. Þar að auki er í boði að sækja bankaskilagrein úr launa og greiða beint úr bókhaldinu með Bankakerfi Rue de Net.

Helstu kostir launa-tengils Rue de Net eru

  • Lágmarks villuhætta
  • Enginn skráarflutningur
  • Beintenging við Business Central
  • Tímasparnaður við bókun launafærslna

Business Central í skýinu Nú getur þú fengið mánaðarlega áskrift að Business Central í skýinu sem er aðgengilegt hvar og hvenær sem er. Viðskiptakerfið þitt er þá í öruggri hýsingu í kerfisveitu Microsoft og aðgengilegt á öllum helsta tækjabúnaði, óháð stýrikerfi. Notendafjöldi er breytilegur eftir þínum þörfum og einnig eru sjálfvirkar uppfærslur frá Microsoft innifaldar í mánaðargjaldi.

Nýlegar fréttir