Vantar þig vefverslun helst í gær? Við getum reddað því í dag!

 Í Fréttir, Vefverslun

Aldrei hefur verið jafn mikilvægt að geta boðið upp á vörur á vefnum og í dag. Þú getur aukið söluna með öflugri og notendavænni vefverslun Rue de Net sem sýnir vöruframboð þitt á skýran og einfaldan hátt. Vefverslunin byggir á nopCommerce og auðvelt er að sníða hana að þínum þörfum.

Við getum hjálpað þér að setja upp vefverslun strax í dag. Þú velur þema og setur inn vörur, við sjáum um allt hitt!

Viðbætur í vefverslun Rue de Net

Rue de Net býður einnig upp á viðbætur til að gera góða vefverslun enn betri, þær hjálpa þér að standast kröfur viðskiptavina þinna og sjá til þess að ferlið gangi snurðulaust fyrir sig.

Viðbætur vefverslunar Rue de Net eru

  • Tenging við greiðslusíðu Valitor
  • Tenging við greiðslusíðu Borgunar
  • Innskráning með rafrænum skilríkjum
  • Útreikningur flutningskostnaðar hjá Íslandspósti
  • Beintenging við viðskiptakerfið Microsoft Dynamics 365 Business Central

Hafðu samband og opnaðu vefverslun í dag!

Nýlegar fréttir