Rue de Net er Silver Partner hjá nopCommerce

 Í Fréttir

Við erum stolt að segja frá því að við hjá Rue de Net erum nú orðin Silver Partner hjá nopCommerce!

Vefverslunin okkar byggir í grunninn á nopCommerce og hefur verið í stöðugri þróun síðustu ár. Vefverslunin hentar bæði stórum og smáum fyrirtækjum með miklar kröfur og auðvelt er að sníða hana að þörfum hvers og eins. Vefverslunartengillinn er nýttur í allar tengingar frá Dynamics NAV og Dynamics 365 Business Central, sem gerir okkur kleift að sýna alltaf réttar birgðatölur auk þess að auðvelda alla gagnageymslu, uppsetningu og greiningu. Pantanir úr vefverslun flæða beint inn í NAV og Business Central og verð í vefverslun endurspegla ávallt verð í viðskiptakerfinu.

Ef þú hefur áhuga á kynna þér vefverslun Rue de Net betur, ekki hika við að senda okkur línu og við verðum í sambandi.

Nýlegar fréttir