VIÐ ERUM FLUTT Á 7.HÆÐ

 Í Fréttir

Rue de Net hefur nú flutt skrifstofu sína á Suðurlandsbraut 4 af 8.hæð niður á 7.hæð og hefur glæsilega skrifstofurýmið okkar nú tvöfaldast!

Síðustu vikur hafa iðnaðarmenn unnið hörðum höndum að sníða húsnæðið eftir þörfum Rue de Net og hefur það fengið meiriháttar endurnýjun. Meðal annars er búið að bæta við töluvert fleiri fundarherbergjum og verkefnaherbergjum. Húsnæðinu fylgja einnig nokkur merkt bílastæði við hlið hússins í Hallarmúlanum.

Flutningar gengu vel og tók starfsfólk sig til og flutti innanstokksmuni á milli hæða nú á laugardaginn og að lokum var skálað fyrir komandi tímum.

Við hlökkum mikið til að taka á móti ykkur á 7. hæð á Suðurlandsbraut 4!

Nýlegar fréttir