Nýir starfsmenn bætast í hópinn

 Í Fréttir

Rue de Net byrjar árið af krafti og býður 4 nýja starfsmenn velkomna til starfa.

Lengst til vinstri er hann Logi Jóhannesson en hann er nýr ráðgjafi í flutningakerfum hjá okkur. Logi vann áður hjá Icetransport og hefur mikla reynslu úr flutningageiranum. Við hlið hans eru þeir Steinar Þorláksson, Vilhjálmur Kári Jensson og Bjartur Guðmundsson sem voru allir að hefja störf sem forritarar. Steinar útskrifaðist sem tölvunarfræðingur frá Háskólanum í Reykjavík í júní síðastliðnum og Vilhjálmur með BS gráðu í hugbúnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands. Bjartur útskrifaðist líka sem tölvunarfræðingur í júní síðastliðnum frá Háskóla Íslands en hann er einnig með BS gráðu í sálfræði.

Við bjóðum þá hjartanlega velkomna í Rue de Net hópinn!

Nýlegar fréttir