Ert þú pottþéttur PRÓFARI?

 Í Fréttir

Vegna aukinna verkefna og umsvifa leitum við að metnaðarfullum og drífandi einstaklingum til þess að starfa með okkur í hugbúnaðarprófun.

Ef þú hefur áhuga á að vinna á líflegum vinnustað og í framlínu tæknibreytinga þá erum við að leita að þér.

Rue de Net er hugbúnaðarhús í upplýsingatækni sem aðstoðar fyrirtæki og stofnanir við val og innleiðingu á viðskipta- og verslunarlausnum.

VERKEFNI

 • Taka þátt í vöruþróun á öllum stigum
 • Gefa forriturum uppbyggjandi endurgjöf á lausnir
 • Skilgreina og framkvæma notanda-, virknis- og uppsetningarpróf
 • Skrifa og keyra sjálfvirkar prófanir
 • Skjala prófanir
 • Skjala villur og aðrar athugasemdir
 • Fylgja eftir gæðastöðlum og gæðamarkmiðum
 • Greina bilanir hjá viðskiptavinum með vöru- og/eða þjónustudeild

HÆFNISKRÖFUR

Athuga ber að þetta er mjög tæknilegt hlutverk og ætti því viðkomandi að uppfylla eitthvað af eftirfarandi:

 • Vottun í ISTQB Foundation Level Certified Tester
 • Menntun í verk-, tölvunar- eða hugbúnaðarfræði

Og / eða hafa reynslu af:

 • Notendadrifnum prófunum
 • Sjálfvirkum prófunum
 • Prófunum í einhverju af eftirtöldu:
  – Dynamics NAV
  – Microsoft C#
  – Microsoft SQL
  – Python
  – Powershell

Æskilegt er að viðkomandi hafi gott vald á íslensku og ensku, hafi ríka gæðamiðaða þjónustulund og geti unnið sjálfstætt sem og í hóp.

Upplýsingar veita:

Torfi Markússon (torfi@intellecta.is) og Thelma Kristín Kvaran (thelma@intellecta.is) ráðgjafar hjá Intellecta í síma 511 1225. Umsóknarfrestur er til og með 22. apríl.

Umsókn með ferilskrá óskast fyllt út á www.intellecta.is. Farið verður með allar umsóknir og fyrirspurnir sem trúnaðarmál.

 

Nýlegar fréttir