Rue de Net kaupir stóra Neyðarkallinn 2018

 Í Fréttir

Rue de Net er virkt í því að styrkja hin ýmsu málefni á hverju ári. Það sem varð fyrir valinu meðal annars þetta árið var kaup á stóra Neyðarkallinum til styrktar Slysavarnafélaginu Landsbjörg. En gaman er að segja frá því að fjórir starfsmenn Rue de Net eru meðlimir í Slysavarnafélagi Landsbjargar.

Á myndinni má sjá Einar Karl Einarsson og Stellu Rut Guðmundsdóttur ráðgjafa hjá Rue de Net og meðlimi björgunarsveitanna ásamt Neyðarkallinum í ár.

Rue de Net hvetur alla til að styrkja þetta verðuga málefni og festa kaup á á Neyðarkallinum.

Nýlegar fréttir