Rue de Net innleiðir Dynamics NAV 2018 hjá Krónunni

 Í Fréttir

Krónan og Rue de Net hafa undirritað samning um innleiðingu á Dynamics NAV 2018 viðskiptakerfi hjá Krónunni. Dynamics NAV er ahliða viðskiptakerfi með frábæru notendaviðmóti og hefur kerfið sannað sig sem eitt vinsælasta viðskiptakerfið hér á landi, t.d. hjá fyrirtækjum í framleiðslu, heildsölu, smásölu og dreifingu.

Krónan er ein stærsta matvöruverslunarkeðja landsins og eru verslanir hennar í dag 23 talsins, þar af 13 á höfuðborgarsvæðinu. Hjá Krónunni er ferskleikinn ávallt í fyrirrúmi og býður hún frábært vöruúrval á samkeppnishæfu verði.

Með innleiðingunni teljum við að Krónan geti haldið áfram á sinni braut að bjóða upp á framúrskarandi þjónustu ásamt mjög góðu vöruúrvali á samkeppnishæfu verði. Kerfið nær yfir allan rekstur Krónunnar sem eykur innsýn í reksturinn og einfaldar daglega vinnslu starfsmanna. Þar að auki verða framtíðaruppfærslur mun auðveldari og sömuleiðis samþætting þess við aðrar lausnir sem undirbýr Krónuna vel fyrir framtíðaráskoranir á matvörumarkaði.

„Við erum stolt af því að Krónan hafi valið Rue de Net í þetta verkefni og það er óhætt að segja að við hlökkum til samstarfsins. Starfsfólk Krónunnar er mjög opið fyrir því að gera breytingar og mun fyrsti fasi verkefnisins snúa að því að greina núverandi ferla og betrumbæta þá sem gerir þetta sérstaklega spennandi verkefni.“ segir Guðrún Ólafsdóttir, þjónustustjóri Rue de Net.

Rue de Net er ráðgjafa- og þjónustufyrirtæki í viðskiptalausnum fyrir fyrirtæki og býður þrautreyndar viðskiptalausnir, Microsoft Dynamics NAV og LS Nav ásamt sérlausnum. Rue de Net sérhæfir sig í persónulegri þjónustu þar sem þekking og reynsla sérfræðinga Rue de Net tryggir viðskiptavinum áreiðanleg og öguð vinnubrögð ásamt hámarks árangri.

Nýlegar fréttir