LS Retail 2018 komið út!

 Í Fréttir

LS Retail var að kynna nýja útgáfu af verslunarkerfinu sínu fyrir Microsoft Dynamics NAV 2018.

Áherslan í þessari útgáfu liggur í því að fullnýta þær tækninýjungar í NAV 2018 sem auðvelda uppsetningar, auðvelda breytingar og auðvelda framtíðaruppfærslur.

Verslanir eru að aðlagast breyttum viðskiptaháttum. Eins og verslunarmenn vita eiga færri og færri sölur sér stað við hefðbundna afgreiðslukassa, þess í stað eru sölurnar að færast yfir í tæki í vösum sölumanna, vefverslanir eða sjálfsafgreiðslukassa. Viðskiptavinir byrja kaupferlið á vefnum og ef þeir klára ekki viðskiptin þar þá mæta þeir í búðina með góðar upplýsingar um hvaða vörur eru í boði og hvaða eiginleikum þær eru gæddar. Í þessum breytta heimi er áríðandi að vöruframboðið liggi allt á vefnum og verslunarfólk hafi jafn greiðan aðgang að ítarupplýsingum um vörurnar og viðskiptavinirnir.

Nýir og bættir möguleikar eins og vefverslun samtengd NAV, Click and Collect, pantanir milli verslana beint í kassa, sjálfsafgreiðslukassar og ítarefni um vörur beint í kassann hjálpa verslunarmönnum að fóta sig í þessu nýja umhverfi.

Hér er hægt er að kynna sér allar þær spennandi nýjungar sem LS Retail 2018 býður upp á.

Nýlegar fréttir