Greindu reksturinn með Rue de Net og Power BI

 Í Fréttir

Power BI er öflugt og þægilegt greiningartól frá Microsoft sem allir geta lært á.

Kannast þú við að vera sækja alls konar skýrslur til þess að fá fulla yfirsýn yfir reksturinn? Troða saman niðurstöðum úr Excel sem enginn kann að breyta eða lesa úr? Vera ekki með réttu upplýsingarnar þegar þú þarft á þeim að halda?

Rue de Net býður upp á staðlaðar lausnir sem veita yfirsýn yfir rekstur fyrirtækisins með auðveldri upplýsingaöflun og greiningu á gögnunum þínum. Hér er um að ræða hraðvirkar lausnir sem ráða við mikið gagnamagn sem hægt er að sækja úr NAV, Excel og öðrum gagnagrunnum. Með Power BI gefst meiri tími til að lesa úr innihaldsríkum og vel framsettum upplýsingum í stað þess að raða saman gögnum handvirkt.

FJÁRHAGSSÝN Rue de Net veitir góða yfirsýn yfir rekstur fyrirtækisins, enda beintengd við Dynamics NAV viðskiptakerfi þitt. Hægt er að takmarka niðurstöður á einstaka bókhaldslykla eða bókhaldsflokka sem og á tímabil og víddir. VERSLUNARSÝN Rue de Net greinir helstu söluupplýsingar úr bókhaldinu, t.d. samanburð á dögum, birgjum, sölumönnum og vörum.

Endilega vertu í sambandi og fáðu kynningu á Power BI með Rue de Net. Við getum einfaldlega tengst við bókhaldskerfi þitt og sýnt þér Power BI með þínum eigin gögnum!

 

Nýlegar fréttir