Ný vefverslun Pennans Eymundssonar komin í loftið

 Í Fréttir

Varla þarf að kynna Pennann eða Eymundsson fyrir nokkrum Íslending en Penninn Eymundsson rekur verslanir um land allt með frábært úrval af bókum, ritföngum, húsgögnum, gjafavöru, töskum ofl.
Penninn Eymundsson rekur 16 verslanir um land allt undir nafninu Penninn Eymundsson og þar á meðal tvær ferðamannaverslanir undir merkjum Islandiu, í Bankastræti og í Kringlunni. Einnig má finna húsgagnaverslun og fyrirtækjaþjónustu Pennans Eymundssonar í Skeifunni.

Í mars síðastliðnum setti Penninn Eymundsson í loftið nýja vefverslun á www.penninn.is og nú í júní kom önnur útgáfa vefsins út þar sem vörumerkin tvö, Penninn og Eymundsson, sameinast í eina vefverslun. Tilgangur nýju vefverslunarinnar er að bjóða viðskiptavinum Pennans Eymundsson upp á betri þjónustu og einfaldari og öruggari leið til að versla á netinu. Frábært vöruúrval má finna á vefnum og tugþúsundir vara eru þar í boði.
Framendinn er skrifaður í vefumsjónarkerfinu Drupal en Vefverslunartengill Rue de Net er nýttur fyrir allar tengingar inn í Dynamics NAV og má nefna að allar vörur, verð, greiðsluleiðir, pantanir, vildarklúbbskjör og annað slíkt eru speglaðar á milli NAV og vefverslunarinnar.
Einnig eru verðútreikningar fyrir pantanir gerðar í gegnum Vefverslunartengilinn og útreikningurinn er beintengdur kassakerfi Pennans svo sömu kjör fyrir viðskiptavini eru í boði í vefverslun og á kassa út í verslun.

Við viljum nýta tækifærið og óska Pennanum Eymundsson til hamingju með nýja stórglæsilega vefinn og einnig viljum við þakka starfsmönnum Pennans Eymundssonar fyrir frábært samstarf og þá sérstaklega Róberti Dan deildarstjóra Upplýsingatæknisviðs

Fara á nýja vef Pennans Eymundssonar!

Nýlegar fréttir