Starfsmenn Rue de Net ljúka vottun hjá LS Retail

 Í Fréttir

Fjórir starfsmenn Rue de Net luku nýverið fimm daga námsskeiði og vottun hjá LS Retail. Þessi vottun heitir Retail Base Training og er ætluð þeim sem þjónusta, setja upp eða þróa í LS Retail.

Á námsskeiðinu setti hver og einn upp sína verslun með nokkrum afgreiðslukössum, stillti upp vörum og öllu öðru sem er nauðsynlegt fyrir einfalda verslun. Námsskeiðið lauk síðan með prófi sem að allir þátttakendur frá Rue de Net stóðust með glæsibrag.

Þetta námsskeið er fyrsta af nokkrum sem að LS Retail ætlar að bjóða upp á á næstu misserum og hlökkum við til að mæta á fleiri, enda sjáum við fram á að mikið verði að gera í uppsetningu og þjónustu á verslunarkerfum á næstunni.

Nýlegar fréttir