Nordic Visitor í skýið með NAV 2016

 Í Fréttir

Nordic Visitor er ferðaskrifstofa fyrir einstaklinga og hópa sem vilja ferðast til Norðurlandanna og einnig bjóða þeir upp á fyrirtækjaferðir til Íslands og Svíþjóðar. Fyrirtækið hefur verið í stöðugum vexti síðan það var stofnað árið 2002 og er í dag eitt af stærstu ferðaþjónustufyrirtækjum Íslands.

Nordic Visitor hefur ákveðið að innleiða Microsoft Dynamics NAV 2016 sem viðskiptakerfi sitt í skýinu. Kerfið nær yfir allan rekstur Nordic Visitor sem eykur innsýn í reksturinn sem og hagkvæmni, viðmótið er einfalt, aðgengilegt og sérniðið. Hugbúnaðurinn er hýstur í Microsoft Azure skýinu sem færir rekstri Nordic Visitor öryggi og uppitíma. Einnig verður samþætting þess við aðrar lausnir mun auðveldari en áður.

Nýlegar fréttir