Ert þú framúrskarandi forritari?

 Í Fréttir

Ert þú framúrskarandi forritari?

Vegna aukinna verkefna og umsvifa leitum við að framúrskarandi og drífandi einstaklingum til þess að starfa með okkur við ráðgjöf og forritun fyrir einhver mest spennandi fyrirtæki á Íslandi. Ef þú hefur áhuga á að vinna á líflegum vinnustað og í framlínu tæknibreytinga þá erum við að leita að þér.

Verkefni

• Forritun í Dynamics NAV viðskiptakerfi
• Forritun í LS Retail verslunarkerfi
• Forritun í Microsoft .NET (Visual Studio og C#)
• Microsoft Azure og skýjaþjónustur

Hæfniskröfur

• Háskólagráða í verkfræði eða hugbúnaðargerð
• Þekkingu og reynslu af Microsoft hugbúnaði
• Samskiptahæfileikar og þjónustulund
• Frumkvæði og öguð vinnubrögð

Nánari upplýsingar veita Torfi Markússon (torfi@intellecta.is) og Helga Rún Runólfsdóttir (helga@intellecta.is) ráðgjafar hjá Intellecta í síma 511 1225. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is. Henni þarf að fylgja starfsferilskrá.
Umsóknarfrestur er til og með 15. febrúar 2016. Farið verður með allar umsóknir og fyrirspurnir sem trúnaðarmál.

Fara á umsóknarvef Intellecta hér.

Nýlegar fréttir