Farmasía velur NAV & LS Retail í skýinu með Rue de Net!

 Í Fréttir

Farmasía er nýtt og ferskt apótek sem hefur valið skýið hjá Rue de Net. Farmasía slæst þannig í för með ánægðum viðskiptavinum Rue de Net sem velur Microsoft Dynamics NAV & LS Retail fyrir viðskipta- og verslunarkerfi í skýinu.

Farmasía er nýtt sjálfstætt apótek staðsett í Suðveri í Reykjavík og opnaði dyr sínar nú á dögunum með pompi og prakt. Farmasía býður upp á almenna lyfjafræðilega þjónustu og er með gott vöruúrval af vítamínum, snyrti- og hjúkrunarvörum. Hægt er að kynna sér Farmasíu betur HÉR á facebook-síðu apóteksins.

Við óskum Farmasíu hjartanlega til hamingju með opnunina og hvetjum alla til að kíkja við og nýta sér frábær opnunartilboð Farmasíu sem gilda út september.

Nýlegar fréttir