Alltaf bætist í hópinn hjá Rue de Net

 Í Fréttir

Í byrjun sumars hófu tveir starfsmenn vinnu hjá Rue de Net, einn fastráðinn og einn sumarstarfsmaður. Þeir eru Karl Valdimar og Þórður Páll.

Karl Valdimar er með B.Sc. gráðu í heilbrigðisverkfræði frá Háskólanum í Reykjavík og útskrifaðist núna í vor með meistaragráðu í hugbúnaðarverkfræði við sama skóla. Karl Valdimar hefur unnið á sumrin hjá Rue de Net og er því öllu vanur, hann hefur nú fullt starf hjá okkur. Þórður Páll er sumarstarfsmaður Rue de Net, hann stundar B.Sc. nám við Háskóla Ísland í stærðfræði og hugbúnaðarverkfræði, hann mun útskrifast næsta vor.

Rue de Net býður þá hjartanlega velkomin til starfa.

]]>

rdn-logo-250x250

Nýlegar fréttir