Oroluk velur Rue de Net

 Í Fréttir

Oroluk í Lúxemborg hefur valið að nota verslunarkerfið LS Retail frá Rue de Net. LS Retail er alhliða verslunar- og afgreiðslukerfi byggt ofan á Microsoft Dynamics NAV. Kerfið er tilbúið að þjónusta smásala af öllum stærðum og gerðum. Einn af kostum LS Retail er að um eina heildstæða lausn er að ræða svo ekki er þörf á að smíða, stilla eða viðhalda mörgum kerfum og dýrum tengingum þar á milli.
Oroluk rekur vinsælar tískuvöruverslanir víðsvegar um Lúxemborg. Nú verða afgreiðslukassar, bakvinnsla og aðalskrifstofa öll af sömu hugbúnaðarlausninni hjá Oroluk og leikur einn að rekja færslur frá kassa upp á aðalskrifstofu verslananna. Þetta tryggir fljótari og skilvirkari þjónustu til viðskiptavina Oroluk.
Við bjóðum Oroluk hjartanlega velkomin í hópinn!
Hefur þú áhuga á að fá LS Retail í NAV viðskiptalausnina í þínu fyrirtæki? Hafðu samband við okkur hjá Rue de Net í síma 414-5050 eða sendu póst á ruedenet@ruedenet.is og við fræðum þig betur um þessa ómissandi viðbót við Microsoft Dynamics NAV.

Nýlegar fréttir