Rue de Net styrkir aftur Ás styrktarfélag

 Í Fréttir

Rue de Net hefur í gegnum árin veitt styrki til ýmissa verkefna á sviði mannúðarmála, rannsókna og vísinda, forvarnar- og æskulýðsstarfs og sértækrar útgáfustarfsemi. Í fyrra ákvað Rue de Net leggja alla sína styrktarpeninga í eitt gott málefni og var það Ás styrktarfélag sem varð fyrir valinu. Nú í ár hefur Rue de Net ákveðið að styrkja enn og aftur Ás styrktarfélag og hljóðar styrkurinn upp á 150.000 kr.

„Við erum afskaplega þakklát fyrir þann velvilja og hugulsemi sem Rue de Net sýnir félaginu með þessari gjöf. Hún mun nýtast vel til nýsköpunar og verkefna hjá félaginu sem ekki er hægt að fjármagna með öðrum hætti,  segir Þóra Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri  félagsins.

Ás styrktarfélag  er sjálfseignarstofnun og hefur í gegnum árin komið á fót umfangsmiklum rekstri. Þá hefur félagið notið velvilja og hafa einstaklingar, félagasamtök og fyrirtæki átt drjúgan þátt í að styðja félagið til vaxtar. Í dag veitir Ás styrktarfélag  hátt á þriðja hundrað manns þjónustu í formi búsetu, dagþjónustu og vinnu. Ás styrktarfélag rekur 9 heimili í Reykjavík og 3 í Kópavogi. Lögð er áhersla á einstaklingsmiðaða þjónustu. Virðing fyrir einstaklingnum og sjálfræði hans skal vera leiðarljós í allri þjónustu. Horft er til þess að allir njóti lífsgæða, taki þátt í samfélaginu á eigin forsendum, hafi gott einkarými eða sér íbúð og njóti friðhelgi á eigin heimili.

Starfsmenn Rue de Net óska Ás styrktarfélagi farsældar í mikilvægum verkefnum sínum og vonar að styrkurinn komi að góðum notum.

Nýlegar fréttir