Penninn/Eymundsson fær þjónustu frá Rue de Net Reykjavík

 Í Fréttir

Penninn og Rue de Net Reykjavík hafa gert samkomulag er varðar þjónustu á viðskiptahugbúnaði Pennans, um er að ræða Microsoft Dynamics NAV viðskiptakerfi þeirra. Mun Rue de Net Reykjavík annast alla þjónustu fyrir Pennann er varðar kerfið.

„Við gerum miklar kröfur þegar kemur að viðskipta- og afgreiðslukerfi fyrir verslanir okkar og skrifstofu. Það er ekki að ástæðulausu að við kusum Rue de Net Reykjavík til að sjá um þjónustuna enda vanir menn á ferð með mikla þjónustulund og rekstrarþekkingu,“ segir Guðrún Eva Jóhannesdóttir, fjármálastjóri Pennans.

Verslanir Pennans og Eymundssonar eru einar af stærstu og rótgrónustu bóka- og rekstrarvöruverslunum landsins. Fyrirtækið er með höfuðstöðvar sínar í Reykjavík en verslanir þeirra eru að finna um land allt.

Við bjóðum Pennann/Eymundsson hjartanlega velkomin í viðskiptamannahópinn.

Nýlegar fréttir