DHL á Íslandi velur Rue de Net Reykjavík

 Í Fréttir

Nýverið var undirritaður samningur á milli DHL á Íslandi og Rue de Net Reykjavíkur. Um er að ræða samstarfssamning er varðar þjónustu á Microsoft Dynamics NAV viðskiptakerfi DHL á Íslandi. Mun Rue de Net Reykjavík annast alla nauðsynlega þjónustu því tengdu enda leggur DHL á Íslandi mikla áherslu á áreiðanleika, nákvæmni og öryggi í þjónustu sem Rue de Net stendur fyrir.

„Rue de Net Reykjavík er þjónustuaðili sem býður uppá framúrskarandi þjónustu sem er bæði vönduð og persónuleg. Einnig búa ráðgjafar Rue de Net Reykjavíkur að áralangri reynslu í Microsoft Dynamics NAV sem er mjög mikilvæg fyrir starfsemi okkar og veitir okkur það öryggi sem við þurfum á að halda,“ segir Caroline LeFort, forstöðumaður tölvudeildar DHL á Íslandi.

„Það er okkur sönn ánægja að eitt fremsta og öflugasta flutningafyrirtæki landsins komi með viðskipti sín til okkar. Við hlökkum til að þjónusta þetta metnaðarfulla fyrirtæki,“ segir Alfred B. Þórðarson, framkvæmdastjóri Rue de Net Reykjavíkur.

DHL er eitt stærsta flutningafyrirtæki heims með rúmlega 285.000 manns starfandi í meira en 220 löndum. DHL býður upp á alhliða millilandaflutningsþjónustu um allan heim, frá hraðsendingum skjala til heilgáma flutninga í sjófrakt. Auk þess býður fyrirtækið upp á ýmsa aðra þjónustuliði sem auðvelda flutningaferli viðskiptavina þess, svo sem tollaumsjón og fleira.

Við bjóðum DHL hjartanlega velkomin í viðskiptamannahópinn Rue de Net Reykjavíkur.

Nýlegar fréttir