Olís festir kaup á vefverslunarlausn frá Rue de Net Reykjavík

 Í Fréttir

Nýverið festi Olís (Olíuverzlun Íslands) kaup á vefverslunarlausn frá Rue de Net Reykjavík. Um er að ræða uppsetningu á vefverslunartengli sem tengir Microsoft Dynamics NAV kerfi Olís við vefverslun fyrirtækisins og undirfyrirtækja þess eins og Ellingsen og fleiri. Mun Rue de Net Reykjavík sjá um aðlaganir á vefverslunum við fyrirtækin ásamt uppsetningu á gagnagrunni SQL Server Express.

„Það er mikilvægt að geta beintengt Microsoft Dynamics NAV kerfið okkar við vefverslanirnar okkar. Hjá Rue de Net Reykjavík starfar góður hópur af ráðgjöfum og forriturum sem búa yfir gríðarlegri þekkingu og reynslu af uppsetningu og innleiðingu á Microsoft Dynamics NAV og sérkerfum því tengdu. Þess vegna veljum við okkur í góðum höndum með því að velja þá í þetta mikilvæga verkefni sem við teljum vefverslanirnar okkar vera,“ segir Kristín Þórdís Ragnarsdóttir, forstöðumaður upplýsingatæknimála hjá Olís.

Olís er verslunar- og þjónustufyrirtæki á fyrirtækja- og einstaklingsmarkaði, sem býður góðar, samkeppnishæfar vörur og rekur sölu- og þjónustukerfi í fremstu röð. Olís selur orkugjafa og aðrar rekstrarvörur, svo sem smurolíur, hreinsivörur og efnavörur svo og almennar neysluvörur til fyrirtækja og einstaklinga. Olís aflar aðfanga með eigin innflutningi og kaupum af innlendum birgjum eftir hagkvæmni hverju sinni. Olís fjárfestir í atvinnustarfsemi á sviðum sem tengjast eða styðja meginstarfsemi félagsins.

Við hjá Rue de Net Reykjavík óskum Olís til hamingju með þessa nýju viðbót í verslunarkerfið þeirra.

Nýlegar fréttir