Icelandic Services nýr viðskiptavinur Rue de Net

 Í Fréttir

Rue de Net Reykjavík og Icelandic Services (IS) dótturfyrirtæki Icelandic Group hafa gert með sér samning um samstarf. Icelandic Group er alþjóðlegt fyrirtæki með nærri sjö áratuga sögu í íslenskum sjávarútvegi. Þjónusta við íslenska fiskframleiðendur leikur lykilhlutverk í starfseminni og starfar þar samhentur hópur að því að stilla saman veiðar, vinnslu, flutning, framleiðslu og sölu sjávarfangs um víða veröld.

 

Icelandic Services tekur þátt í innri þjónustu margra samstæðufélaga Icelandic Group á sviði gæðamála, flutningaþjónustu, birgða, skjalagerðar auk þess að sjá um rekstur vefgáttar (Iceport). Hluti þessarar vefgáttar felur í sér veiting upplýsinga til fiskframleiðenda, t.d. um pantanir og merkingar pakkninga.

Það er uppfærsla á svokölluðu Miðakerfi, sem notað er til hönnunar og veitunar á pakkningamerkingum til fiskframleiðenda, sem samstarf Icelandic Services og Rue de Net Reykjavík hefst á. Verður Miðakerfið nú útfært með beintengingu við viðskiptakerfi fyrirtækisins, sem er í Microsoft Dynamics NAV. Mun Rue de Net Reykjavík annast alla forritun á Miðakerfinu auk hönnunar á nýju útliti.

Verið hjartanlega velkomin í viðskiptavinahóp Rue de Net Reykjavík!

Nýlegar fréttir