Rue de Net aðstoðar við uppsetningu á LS Retail í Bandaríkjunum

 Í Fréttir

Nokkrir af sérfræðingum Rue de Net vinna nú hörðum höndum í stóru  verkefni fyrir Event Network Inc. Um er að ræða verkefni á vegum LS Retail og aðstoðar Rue de Net við hluta af þessu gríðarstóra verkefni. Áætlað er að setja upp á næstu mánuðum LS Retail afgreiðslukerfið og Dynamics NAV í allar verslanir fyrirtækisins í Bandaríkjunum. Event Network rekur verslanir í tugum safna og garða um öll Bandaríkin. Má þar m.a. nefna Abraham Lincoln-safnið, Harry Potter-safnið, Titanic-safnið, American Museum of Natural History, New York State Museum, dýragarðana í Cleveland, Indianapolis, Fíladelfíu og Phoenix o.m.fl.

Nýlegar fréttir