Reykjavík Excursions semur við Rue de Net

 Í Fréttir

Það er okkur sönn ánægja að bjóða velkomin Reykjavík Excursions í hóp viðskiptamanna okkar. Reykjavík Excursions undirritaði nú á dögunum samning við Rue de Net um heildarlausn í viðskiptahugbúnaði.

 

Allt frá stofnun þess 1968 hefur Reykjavík Excursions verið leiðandi fyrirtæki í dagsferðum hér á Íslandi og er í dag fullgild ferða- og umboðsskrifstofa. Reykjavík Excursions býr yfir einum stærsta langferðbílaflota landsins sem gerir það um leið að einu fremsta fyrirtæki landsins í skipulagningu á ferðum bæði fyrir einstaklinga og hópa.

 

Velkomin.

Nýlegar fréttir