Verðlaun fyrir bestu frammistöðu meðal nýliða LS Retail

 Í Fréttir

Rue de Net hlaut verðlaun fyrir bestu frammistöðu meðal nýliða LS Retail fyrir árið 2011 eða „The Best Performing New Partner“. Verðlaunin voru afhent á hinni árlegu ráðstefnu samstarfsaðila LS Retail sem haldin var í Hörpu núna í maí 2012. Verðlaunin voru veitt til fimm nýrra samstarfsaðila en nýjir samstarfsaðilar á síðasta ári voru tuttugu talsins.

Við hér hjá Rue de Net erum mjög stolt af þessum verðlaunum og lítum á þetta sem áskorun til að gera enn betur á árinu 2012.

Nýlegar fréttir