Rue de Net setur upp viðskiptavinavef hjá Johan Rönning hf.

 Í Fréttir

Rue de Net Reykjavík hefur nýverið sett upp viðskiptavinavef með rafrænu aðgengi  fyrir Johan Rönning hf. Viðskiptavinavefurinn gerir viðskiptavinum þeirra kleift að skoða öll reikningsviðskipti sín, s.s. hreyfingaryfirlit, afrit af reikningum og stöðu sína. Reikningana er hægt að sækja í Pdf formi eða á Xml formi. Um er að ræða mikla hagræðingu bæði fyrir Johan Rönning hf. og viðskiptavini þeirra.

Johan Rönning hf hefur starfað í 70 ár og átt þannig þátt í rafvæðingu landsins frá upphafi. Fyrirtækið býr yfir mikilli þekkingu og leggur áherslu á góða heildarþjónustu við viðskiptavininn. Hjá Johan Rönning hf. starfar sérþjálfað starfsfólk sem hefur mikla þekkingu á tækni- og rafbúnaðnum sem þeir þjónusta.

Nýlegar fréttir