Ferskar Kjötvörur gerir þjónustusamning við Rue de Net

 Í Fréttir

Ferskar Kjötvörur gerðu á dögunum samning við Rue de Net Reykjavík. Mun Rue de Net Reykjavík annast uppsetningu á Microsoft Dynamics NAV viðskiptakerfi þeirra ásamt því að sjá um alla þjónustu því tengdu.

Ferskar Kjötvörur er framsækið fyrirtæki með allt að 70 starfsmenn. Ferskar Kjötvörur reka m.a. kjötborðin í Hagkaupsverslunum og víðar. Fjölmargar verslanir, veitingahús og einstaklingar eru fastir viðskiptamenn og fer sá hópur ört stækkandi. Ferskleiki, fagmennska og  góð þjónusta er í fyrirrúmi hjá Ferskum Kjötvörum.

Nýlegar fréttir