NOVA velur QlikView

 Í Fréttir

Nova hefur fest kaup á viðskiptagreindarkerfinu (BI) QlikView af Rue de Net. Rue de Net er eini endursöluaðili á Íslandi að bæði QlikView og Microsoft Dynamics NAV.

QlikView mun hafa gífurlegan ávinning fyrir Nova þar sem hugbúnaðurinn mun færa þeim betri og auðveldari sýn á stjórnendaupplýsingar, eins og sölutölur, birgðastöðu, viðskiptavini og fleira. QlikView mun auðvelda Nova að búa til auðskiljanlegar og nákvæmar skýrslur úr gögnum sínum sem veitir stjórnendum þess góða heildarsýn og gerir þeim kleift að greina gögn á fljótvirkari hátt.

„Við erum mjög ánægð með QlikView hjá Nova. Á aðeins þremur mánuðum höfum við náð að útbúa lausnir sem gefa okkur mjög gagnlegar upplýsingar um rekstur félagsins. Mismunandi hagsmunaaðilar hafa nú lausnir sem nýtast mjög vel daglega sem og við áætlanir. Við erum enn með miklar væntingar um framhaldið hjá okkur því mikill árangur hefur þegar skilað sér í hús“, segir Gunnar A. Ólafsson yfirmaður upplýsingatækni hjá Nova.

Notendaviðmót QlikView er einfalt að tileinka sér, notendur hafa séð viðlíka viðmót áður og eru fljótir að læra á virkni þess. Notendur geta smellt á það sem þeir sjá á skjánum hvort sem um töflur eða grafíska framsetningu er að ræða, og þannig séð hvernig þessi tilteknu gögn tengjast öðrum gögnum í QlikView. Með þessum hætti einfaldar QlikView til muna að átta sig á göngum og greina samhengi gagna.

Og Gunnar hjá Nova bætir við: „Ég hef í gegnum tíðina ekki verið hrifinn af dýrum greiningarlausnum þar sem kalla þarf til sérfræðinga í marga mánuði til að fá einhverja einfalda útkomu. Það var líklega ein af ástæðunum fyrir því að QlikView heillaði mig, þróun lausna tekur stuttan tíma og lausnirnar mjög öflugar. QlikView hreyfði við mér líkt og þegar ég handlék iPad í fyrsta skipti. VÁ þetta er alveg ný nálgun sem VIRKAR“.

Um Nova

Nova er eitt stærsta fjarskiptafyrirtæki landsins með yfir 100.000 viðskiptavini. Nova býður hefðbundna farsímaþjónustu með áherslu á netið í símann. Samkvæmt íslensku ánægjuvoginni 2011 eru viðskiptavinir Nova ánægðustu viðskiptavinirnir í farsímaþjónustu á Íslandi. Nova er jafnframt í efsta sæti yfir öll þau fyrirtæki sem könnunin náði til.

Nýlegar fréttir